PERSÓNUVERNDARSTEFNA FYRIR STORYTEL

1. ALMENNT

1.1.
Storytel er stafræn áskriftarþjónusta á internetinu, sem veitir þér (hér eftir „þú“ eða „notandinn“) aðgang að hljóðbókum og rafbókum í farsímanum þínum eða spjaldtölvunni þinni ellegar öðru tæki („þjónustan“) í samræmi við ákvæði notendaskilmála þjónustunnar („skilmálarnir“). Þjónustan er veitt af Storytel Iceland ehf., kennitala 570504-3040, (hér eftir „Storytel“ eða „við”). Þessi persónuverndarstefna útskýrir starfsvenjur Storytel í sambandi við söfnun, notkun og veitingu vissra upplýsinga, þar með talið persónuupplýsinga þinna þegar við veitum þér þjónustuna. Henni er ætlað að upplýsa þig um hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum og fullvissa þig um að persónuupplýsingar þínar séu meðhöndlaðar af virðingu og í samræmi við gildanda persónuverndarlög þegar þú notar þjónustuna.
1.2.
Þú ættir aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því að deila persónuupplýsingum þínum með Storytel. Storytel hefur gripið til nauðsynlegra tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til þess að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu varðar gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum og eyðingu.

2. ÁBYRGÐARAÐILI PERSÓNUGAGNA

Storytel Sweden AB og Storytel Iceland ehf. eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna sem Storytel meðhöndlar. Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við okkur er að finna í kafla 12.

3. HVENÆR SAFNAR STORYTEL PERSÓNUGÖGNUM?

3.1.
Storytel safnar persónuupplýsingum um þig þegar:
-
þú stofnar reikning hjá Storytel til þess að nota þjónustuna,
-
Þú pantar viðbótarþjónustu eða vöru frá Storytel,
-
þú skráir þig í áskrift að fréttabréfi Storytel,
-
þú tilkynnir villur eða hefur samband við Storytel af öðrum ástæðum,
-
þú tengir þjónustuna við Facebook-reikninginn þinn, eða sambærilega þjónustu þriðja aðila sem vinnur persónuupplýsingar sjálfstætt,
-
þú svarar könnun, þar á meðal, en ekki einskorðað við, ánægjukönnun viðskiptavina eða markaðskannanir ellegar svarar boðum frá Storytel, eða
-
Það er að öðru leyti nauðsynlegt að hafa umsjón með sambandinu á milli þín og Storytel.
3.2.
Storytel safnar einnig upplýsingum í gegnum eigin vafrakökur eða vafrakökur þriðja aðila og svipaða eftirlitstækni, sem getur rakið aðgerðir þínar og ákvarðanir, t.d. þegar þú notarþjónustuna eða heimsækir vefsíðu okkar. Frekari upplýsingar um notkun Storytel á vafrakökum eru settar fram í stefnu Storytel varðandi vafrakökur.

4. HVAÐA PERSÓNUGÖGNUM SAFNAR STORYTEL?

4.1.
Þegar þú stofnar reikning hjá Storytel eða hefur samband við notendaþjónustu Storytel safnar Storytel persónuupplýsingum um þig. Grundvallarupplýsingar um notendur, sem Storytel safnar, innihalda nafn þitt og/eða notendanafn, tölvupóstfang þitt og/eða símanúmersem og greiðsluupplýsingar þínar. Storytel kann einnig að safna gögnum varðandi fæðingardag þinn, kyn og aðrar samskiptaupplýsingar eins og heimilisfang þitt. Storytel kann einnig að safna persónuupplýsingum, sem þú gefur um fjölskyldumeðlimi þína (þ.m.t. nöfn fjölskyldumeðlima, fæðingardaga og áhugamál). Þegar þú notar þjónustuna eða einhverja viðbótarþjónustu eða vöru frá Storytelog þegar þú ferð á vefsvæði Storytel kann Storytel einnig að safna gögnum um notkun, áhorf og tæknileg gögn, svo sem IP-tölu þína. Ef þú skráðir þig sem viðskiptavin í reikningsviðskiptum, þegar þú skráðir þig í viðskipti við Storytel, kann Storytel einnig að safna og vinna einhverjar af þeim upplýsingum sem þú lést greiðsluþjónustuveitanda Storytel í té.
4.2.
Ef þú kýst að tengja þjónustuna við Facebook eða sambærilega þjónustu þriðja aðila sem vinnur persónuupplýsingar sjálfstætt, kann Storytel að safna og vinna úr upplýsingum sem þú heimilar Facebook eða öðrum slíkum þriðja aðila að deila með Storytel.
4.3.
Ennfremur kann Storytel að safna og vinna úr upplýsingum, sem þú veitir á hvers kyns opinberum vettvangi á vefsvæði Storytel eða sem þú veitir Storytel þegar þú notar vefsvæði Storytel, vefsíður Storytel á vettvangi þriðja aðila, eins og síðum samfélagsmiðla, eða tengir aðgangsprófílinn þinn við síðu þriðja aðila eða vettvang í gegnum þinn persónulega reikning.
4.4.
Storytel kann jafnframt að safna og vinna úr ákveðnum upplýsingum tengdum þeirri greiðsluaðferð sem þú valdir. Persónuupplýsingum safnað í þessum tilgangi mun vera notuð til að kanna hvort þú sért gjaldgengur í þjónustuna og til að auðkenna greiðsluaðferð þína. Þar sem Storytel starfar með ótengdum greiðsluþjónustuveitendum með aðskilin kerfi frá Storytel, þá munu hins vegarheildstæðum greiðsluupplýsingum, svo sem fullt kreditkortanúmer, ekki vera safnað eða slík gögn geymd af Storytel.

5. HVERSU LENGI ERU GÖGNIN GEYMD?

Storytel mun geyma persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsynlegt reynist með tilliti til tilgangs úrvinnslunnar. Þetta þýðir að persónuupplýsingar, sem safnað er í tilgangi markaðssetningar, verða geymdar svo lengi sem þú hefur yfir reikningi að ráða og þeim verður eytt tólf (12) mánuðum eftir að áskriftin þín líður undir lok,nema þú hafir af fúsum og frjálsum vilja gefið Storytel heimild til áframhaldandi úrvinnslu úr slíkum gögnum. Í þeim tilgangi að vakta notkun á gjafakortum og fríum reynsluáskriftum þá munum við geyma grunnupplýsingar sem þú hefur veitt við skráningu (nafn þitt og/eða notendanafn, tölvupóstfangog/ eða símanúmer og greiðsluupplýsingar )í tuttugu og fjóra (24) mánuðui eftir að gjafakort eða frí reynsluáskrift rennur út. Við munum jafnframt, á sama tímabili, geyma upplýsingar um safn rafbóka/hljóðbóka þitt hjá Storytel, til að auðvelda skráningu þína á ný til þjónustunnar. Þó kann Storytel að geyma gögn lengur ef lög krefjast þess eða ef það reynist nauðsynlegt í því skyni að verja lagalega hagsmuni Storytel, t.d. vegna málareksturs.

6.
AF HVERJU VINNUR STORYTEL ÚR UPPLÝSINGUM UM ÞIG?

6.1.
Storytel vinnur úr persónuupplýsingum þínum í ýmsum tilgangi. Fyrst og fremst vinnur Storytel úr persónuupplýsingum þínum til þess að veita, hafa umsjón með, þróa og sérsníða þjónustuna og eiginleika hennar, til þess að hafa umsjón með viðskiptatengslunum við þig og til þess að uppfylla öryggiskröfur og aðrar lögboðnar kröfur. Persónuupplýsingar þínar geta einnig verið grundvöllur fyrir markaðsgreiningu og greiningu á viðskiptavinum, markaðsrannsóknir, tölfræðilegar greiningar, viðskiptavöktun, viðskiptaþróun og þróun aðferða hjá Storytel. Þetta gæti t. a. m. falið í sér að unnið er með persónuleg gögn til þess að búa til hóp viðskiptavina hjá samstarfsaðilum.
6.2.
Storytel vinnur einnig úr persónuupplýsingum þínum til þess að veita betri tilboð og þjónustu sem er betur sniðin að persónulegum þörfum. Það kann t.d. að vera unnið úr persónuupplýsingum, þær tengdar, hlutaðar niður og greindar í því skyni - með hnitmiðaðri markaðssetningu - að veita upplýsingar, tilboð eða ráðleggingar um vörur og þjónustu Storytel eða samstarfsaðila Storytel, sem eru sérsniðnar að þínum óskum, hegðun, þörfum eða lífsstíl. Storytel kann einnig að greina og tengja saman upplýsingar um þig, sem Storytel hefur aðgang að í gegnum þjónustuna eða aðrar skráningar (t.d. Facebook eða aðra veitendur samfélagsmiðla) í þeim tilgangi sem tiltekinn er í þessum kafla.
6.3.
Til viðbótar við það sem að ofan greinir vinnur Storytel úr persónuupplýsingum þínum til þess að hindra, komast á snoðir um og rannsaka mögulegt óheimilt eða ólöglegt athæfi, þ.m.t. svik, og til þess að framfylgja notkunarskilmálum okkar (t.d. að ákvarða hvort þú eigir rétt á frírri reynsluáskrift eða öðrum tilboðum eða markaðssetningu eftir því sem við á).

7.HVER ER LAGALEGUR GRUNDVÖLLUR ÚRVINNSLUNNAR?

7.1.
Meirihluti persónuupplýsinganna um þig, sem Storytel vinnur úr, er meðhöndlaður vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir framkvæmd Storytel á skilmálunum þ.e. til þess að Storytel sé kleift að veita og stjórna þjónustunni og eiginleikum hennar. Það á við um það þegar Storytel vinnur úr, meðal annars, samskiptaupplýsingum þínum, svo sem tölvupóstfanginu eða símanúmerinu þínu ellegar upplýsingum frá greiðsluþjónustuveitandanum.
7.2.
Úrvinnsla sumra af persónuupplýsingunum, sem Storytel vinnur úr, fer fram á grundvelli mats á vægi hagsmuna, þ.e.a.s. hagsmunir Storytel af úrvinnslu gagnanna vega meira en þau áhrif og áhætta sem úrvinnslan kann að hafa í för með sér fyrir friðhelgi þína. Það er tilfellið þegar Storytel vinnur úr upplýsingum þínum í markaðssetningarskyni og þegar Storytel geymir upplýsingar um safn þitt af hljóðbókum/rafbókum eftir að áskrift þín hefur liðið undir lok.
7.3.
Þar að auki er unnið úr sumum gögnum með samþykki þínu. Það á við um úrvinnslu gagna, sem Storytel fær aðgang að í gegnum Facebook-reikninginn þinn og til markaðssetningar á vörum og þjónustu samstarfsaðila Storytel.
7.4.
Að svo miklu leyti sem úrvinnsla fer fram á grundvelli samþykkis er þér frjálst að veita slíkt samþykki og þú mátt hvenær sem er, að hluta eða öllu leyti, draga samþykki þitt til baka. Ef þú ákveður að draga samþykki þitt til baka og úrvinnsla Storytel er af því tagi sem þarfnast samþykkis þíns mun úrvinnslan fara fram í samræmi við nýjasta samþykki þitt.

8.ÖRYGGI OG ÁREIÐANLEIKI GAGNA

Öryggi, áreiðanleiki og trúnaður persónuupplýsinga þinna eru okkur afar mikilvæg. Við höfum gert öryggisráðstafanir, sem snúa að tækni, framkvæmd og vélbúnaði, sem eru hannaðar til þess að verja persónuupplýsingar þínar gegn óheimilum aðgangi, notkun og breytingum. Við endurskoðum reglulega öryggisverklag okkar til þess að meta þörfina á því að gera frekari öryggisráðstafanir eða framkvæma tæknilegar uppfærslur á því verklagi sem er til staðar. Vinsamlegast athugaðu að þrátt fyrir að við gerum okkar besta eru fáar öryggisráðstafanir fullkomlega órjúfanlegar og þess vegna biðjum við vinsamlegast þig að upplýsa okkur tafarlaust um grunsamlegt athæfi sem þú verður áskynja á vettvangi þjónustunnar.

9.HVERJUM LÆTUR STORYTEL GÖGNIN Í TÉ?

9.1.
Storytel kann að gefa tengdum félögum, viðskiptafélögum og öðrum þriðju aðilum upp persónuupplýsingar þínar í því skyni að efna samning sinn við þig eða til að efna samninga Storytel við birgja sína og samstarfsaðila.
9.2.
Storytel kann einnig að láta persónuupplýsingar fyrirtækjum í té, sem vinna úr persónuupplýsingum fyrir okkar hönd, svo sem rekstraraðila upplýsingatæknikerfa okkar, fyrirtæki sem annast þjónustu við viðskiptamenn og tengd félög. Ef persónuupplýsingar eru látnar slíkum fyrirtækjum, sem vinna úr gögnum fyrir hönd Storytel, í té, gerir Storytel samning við slíka aðila um gagnaúrvinnslu til þess að tryggja hámarksöryggi við úrvinnslu persónuupplýsinga þinna.
9.3.
Persónuupplýsingar kunna einnig að vera látnar í té, ef þörf er á, til þess að hlíta lagaskilyrðum eða skilyrðum stjórnvalda eða stofnana, til þess að vernda lagalega hagsmuni eða til þess að komast á snoðir um, hindra eða hyggja að svikum og öðrum öryggis- eða tæknimálum.
9.4.
Persónuupplýsingar þínar kunna að vera fluttar til eða geymdar í landi utan ESB/EES. Ef persónuupplýsingar þínar er fluttar til eða geymdar utan ESB/EES verða gerðar sérstakar öryggisráðstafanir. Við munum t.d. tryggja að slíkur flutningur sé framkvæmdur í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og í samræmi við heimildir í gildandi lögum um gagnavernd, t.d. fyrir tilstilli gagnaflutningssamninga, sem innihalda stöðluð, evrópsk ákvæði um gagnaflutning sem framkvæmdastjórn ESB hefur innleitt og hægt er að nálgast á vefsvæði framkvæmdastjórnarinnar.

10.TENGLAR Á ÖNNUR VEFSVÆÐI

Upplýsingar, sem Storytel veitir, kunna að innihalda tengla á vefsvæði, sem aðrir aðilar en Storytel reka eða eiga. Storytel er ekki ábyrgt fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á þessum vefsvæðum. Storytel hvetur þig til þess að lesa vandlega upplýsingar varðandi úrvinnslu persónuupplýsinga sem tiltækar eru á viðkomandi vefsvæðum.

11.BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNUNNI

Breytingar kunna að verða gerðar á þessari persónuverndarstefnu frá einum tíma til annars. Ef Storytel gerir verulegar breytingar á persónuverndarstefnunni mun Storytel upplýsa þig um það með tölvupósti eða í gegnum þjónustuna áður en breytingarnar taka gildi. Persónuverndarstefnan mun einnig verða birt á vefsvæði Storytel. Ef einhverjar breytingar gera það að verkum að samþykkis þíns sé þörf mun Storytel leita eftir nýju samþykki frá þér.

12.
RÉTTURINN TIL ÞESS AÐ KREFJAST UPPLÝSINGA OG LEIÐRÉTTINGA O.S.FRV.

12.1.
Þú hefur rétt til þess að fá upplýsingar, meðal annars um persónuupplýsingarnar þínar, sem Storytel vinnur úr, og í hvaða tilgangi Storytel vinnur úr persónuupplýsingum þínum (s.k. skráningaryfirlit). Allar slíkar beiðnir um skráningaryfirlit verður að setja fram skriflega og þær skulu vera undirritaðar af þér.
12.2.
Þú hefur einnig rétt til þess að ónákvæm, villandi eða ófullnægjandi gögn verði leiðrétt, gerð nafnlaus eða þeim eytt. Þú hefur einnig rétt til þess að fara fram á það við Storytel að takmarka úrvinnslu persónuupplýsinga um þig og til þess að andmæla úrvinnslunni. Ennfremur mátt þú nýta rétt þinn til að flytja eigin gögn, sem þýðir að þú hefur rétt til þess að fá afhentar persónuupplýsingarnar, sem unnar hafa verið um þig, á formföstu, almennt notuðu, tölvulesanlegu sniði.
12.3.
Vinsamlegast athugaðu að sum af þeim réttindum, sem talin eru upp hér að ofan, gilda aðeins í vissum aðstæðum, t.d. rétturinn til að flytja eigin gögn, sem á aðeins við þegar úrvinnslan fer fram á grundvelli samnings eða samþykkis og ef gagnavinnslan er vélræn. Ef þú hefur einhverjar spurningar um það hvernig Storytel vinnur úr persónuupplýsingum þínum, vilt neyta réttar þíns að einhverju leyti eða vilt fá að vita meira um rétt þinn getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi hætti.

Tölvupóstfang: [email protected]
Heimilisfang: B/t Storytel Iceland, Skeifan 17, 108 Reykjavík

12.4.
Ef þú vilt ekki að Storytel vinni úr persónuupplýsingum þínum í skyni beinnar markaðssetningar getur þú tilkynnt Storytel um það skriflega. Í hverju fréttabréfi munt þú jafnframt verða upplýstur um að þú getir afþakkað að fá fleiri fréttabréf.
12.5.
Þú hefur einnig rétt til þess að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsstofnun ef þú álítur að úrvinnsla persónuupplýsinga þinna hafi brotið gegn gildandi persónuverndarlögum.

__________________

Síðast yfirfarið 1. mars 2018
Storytel Iceland ehf.